Ekkert bólar á kostnaðarmatinu

Hvorki stéttarfélögin í Starfsgreinasambandi Íslands og VR né Samtök atvinnulífsins …
Hvorki stéttarfélögin í Starfsgreinasambandi Íslands og VR né Samtök atvinnulífsins hafa enn birt mat á kostnaði við kjarakröfur félaganna vegna endurnýjunar kjarasamninga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hvorki stéttarfélögin í Starfsgreinasambandi Íslands og VR né Samtök atvinnulífsins hafa enn birt mat á kostnaði við kjarakröfur félaganna vegna endurnýjunar kjarasamninga.

Samtök atvinnulífsins hafa kallað eftir því að SGS og VR leggi mat á kostnaðinn við nýbirtar kröfugerðir og styðji þá fullyrðingu forsvarsmanna stéttarfélaganna að atvinnulífið geti staðið undir þeim.

Í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag segir Halldór Benjamín Þorgeirsson, framkvæmdastjóri SA, að það sé ómögulegt fyrir SGS og VR að fullyrða að rými sé í atvinnulífinu til að standa undir þessum kröfugerðum, þar sem þau hafi hvorki metið hvert rýmið sé né kostnað við eigin kröfugerð.

„Við erum ekkert að ergja okkur á einhverju kostnaðarmati,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, þegar borin er undir hann sú krafa SA að félögin birti mat á kostnaði við kröfurnar. „Við setjum fram tölur um hvað við teljum að okkar fólk þurfi að fá í launahækkanir og við erum ekkert að munda reiknivélina um hvað þetta kostar,“ segir Björn.

Samkvæmt upplýsingum blaðsins hafa stéttarfélögin ekki óskað eftir því að hagfræðingar Alþýðusambandsins legðu mat á kostnaðaráhrif krafnanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert