Gunnar Smári í forsvari félagsins

Gunnar Smári Egilsson.
Gunnar Smári Egilsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gunn­ar Smári Eg­ils­son, fjöl­miðlamaður og eig­inmaður Öldu Lóu Leifs­dótt­ur, er í fyr­ir­tækja­skrá skráður stjórn­ar­formaður fé­lags­ins Nýr kafli ehf., sem til­greint er í til­kynn­ingu stétt­ar­fé­lags­ins Efl­ing­ar um verk­efnið „Fólkið í Efl­ingu“ frá 12. októ­ber síðastliðnum.

Í til­kynn­ing­unni sagði að hinn 20. júní þessa árs hefði formaður Efl­ing­ar borið und­ir stjórn fé­lags­ins „er­indi um að samþykkja til­boð frá Öldu Lóu Leifs­dótt­ur (Nýr kafli ehf.) um fram­kvæmd verk­efn­is­ins „Fólkið í Efl­ingu“. Gunn­ars Smára er þar hins veg­ar hvergi getið.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um sem fylgja með árs­reikn­ingi fé­lags­ins fyr­ir árið 2017 eiga Gunn­ar Smári og Alda Lóa sitt hvorn helm­ing­inn af því hluta­fé sem er í því, og er hlut­ur hvors þeirra um sig 500.000 krón­ur.

Tekj­ur fé­lags­ins á síðasta ári eru sagðar 14.712.903 krón­ur og skipt­ust þær ann­ars veg­ar í selda þjón­ustu fyr­ir 8.712.903 krón­ur og hins veg­ar styrk fyr­ir kvik­mynda­gerð upp á sex millj­ón­ir. Rekstr­ar­gjöld námu hins veg­ar 11.767.957 krón­um, þar af var al­menn­ur rekstr­ar­kostnaður 11.599.836. Í sund­urliðun á rekstr­ar­kostnaði kem­ur fram að fyr­ir­tækið greiddi 407.053 krón­ur í húsa­leigu og 256.357 kr. í bif­reiðakostnað, en stærstu út­gjaldaliðirn­ir eru kostnaður vegna kvik­mynda­fram­leiðslu án virðis­auka­skatts upp á 4.004.671 krónu og aðkeypt þjón­usta án virðis­auka­skatts upp á þrjár millj­ón­ir. Eign­ir fé­lags­ins fyr­ir árið 2017 voru 6.637.966 krón­ur, og juk­ust þær um 3.982.415 kr. frá ár­inu 2016.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert