Sérstök þjónusta fyrir konur

Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar starfar innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og er staðsett í …
Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar starfar innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og er staðsett í Álfabakka 16 í Mjódd. mbl.is/Árni Sæberg

Vel­ferðarráðuneytið hef­ur falið Þró­un­ar­miðstöð heilsu­gæsl­unn­ar að út­færa til­rauna­verk­efni um mót­töku inn­an heilsu­gæsl­unn­ar þar sem kon­ur gætu sótt ráðgjöf og ýmsa þjón­ustu vegna sér­tækra heilsu­far­svanda­mála sem eru bund­in við kon­ur.

Hug­mynd­in snýst um að veita kon­um sem þurfa að tak­ast á við ýmis sér­tæk heil­brigðis­vanda­mál þjón­ustu og ráðgjöf hjá skipu­lagðri starf­sein­ingu þar sem þetta er meg­in­viðfangs­efnið. Þannig megi byggja upp sér­hæf­ingu hjá af­mörkuðum hópi fag­fólks, styrkja þjón­ustu heilsu­gæsl­unn­ar á þessu sviði og efla teym­is­vinnu inn­an henn­ar, sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu frá ráðuneyt­inu.

Svandís seg­ir hug­mynd­ina komna frá ljós­mæðrum og sé að henn­ar mati allr­ar skoðunar verð: „Með slíkri mót­töku/​mót­tök­um á völd­um heilsu­gæslu­stöðvum væri til dæm­is hægt að mæta bet­ur þörf­um kvenna í viðkvæmri stöðu, svo sem kon­um af er­lend­um upp­runa og kon­um sem beitt­ar hafa verið of­beldi. Það er staðreynd að kon­ur búa við ýmis heilsu­far­svanda­mál sem eru sér­tæk, t.d. í kjöl­far barns­b­urðar, í tengsl­um við tíðahvörf, í tengsl­um við getnaðar­varn­ir og svo mætti lengi telja. Þess vegna hef ég ákveðið að fela Þró­un­ar­miðstöð heilsu­gæsl­unn­ar að út­færa til­lögu að þjón­ustu við kon­ur í þessu ljósi,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert