Bjarg óskar eftir samstarfi við sveitarfélög

Bjarg íbúðafélag er með nokkur hundruð íbúðir í byggingu.
Bjarg íbúðafélag er með nokkur hundruð íbúðir í byggingu.

Bjarg íbúðafé­lag hef­ur óskað eft­ir viðræðum við Garðabæ, Mos­fells­bæ, Kópa­vog og Seltjarn­ar­nes um lóðir og stofn­fram­lag vegna bygg­ing­ar al­mennra íbúða í bæj­ar­fé­lög­un­um. Bjarg er hús­næðis­sjálf­seigna­stofn­un, stofnuð af ASÍ og BSRB.

Fé­lagið er nú með tæp­lega 240 íbúðir í bygg­ingu og um 430 í hönn­un­ar­ferli.  Stefnt er á að fyrstu íbúðir verði af­hent­ar um mitt ár 2019, seg­ir í til­kynn­ingu

Fé­lagið hef­ur gert vilja­yf­ir­lýs­ing­ar við Reykja­vík um bygg­ingu 1.000 íbúða og Hafn­ar­fjörð um 150 íbúðir. Þá hef­ur Bjarg gert vilja­yf­ir­lýs­ingu um 75 íbúðir á Ak­ur­eyri, 33 íbúðir á Akra­nesi, 44 íbúðir Árborg, 13 íbúðir Þor­láks­höfn og 5 íbúðir í Sand­gerði.

„Ljóst er að þörf er á átaki í íbúðamál­um fyr­ir tekju­lága ein­stak­linga/​fjöl­skyld­ur og mik­il­vægt að sem flest bæj­ar- og sveita­fé­lög taki þátt í þessu verk­efni,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu. 

Áætlan­ir Bjargs um leigu­verð gera ráð fyr­ir um 130-160 þúsund á mánuði fyr­ir 3ja her­bergja íbúð. Lóðakostnaður og skipu­lags­skil­mál­ar vega mest í mis­mun leigu­upp­hæða. Opið er fyr­ir um­sókn­ir um íbúðir á vef fé­lags­ins.

Bjarg er rekið án hagnaðarmark­miða og er ætlað að tryggja tekju­lág­um fjöl­skyld­um á vinnu­markaði aðgengi að hag­kvæmu, ör­uggu og vönduðu íbúðar­hús­næði í lang­tíma­leigu. Um er að ræða leigu­heim­ili að danskri fyr­ir­mynd sem standa munu til boða þeim fé­lags­mönn­um aðild­ar­fé­laga ASÍ og BSRB sem eru und­ir ákveðnum tekju- og eigna­mörk­um, skil­greind­um í lög­um um al­menn­ar íbúðir, seg­ir enn frem­ur á vef Bjargs.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert