Geiteyri ehf. eignast Haffjarðará að fullu

Veiðihúsið við Haffjarðará.
Veiðihúsið við Haffjarðará. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Einkahlutafélagið Geiteyri hefur eignast eina þekktustu laxveiðiá landsins, Haffjarðará á Snæfellsnesi, að fullu.

Fyrir átti það helmingshlut í ánni en hefur nú tryggt sér hinn hlutann og greitt fyrir hann tvo milljarða króna. Samkvæmt því er heildarvirði árinnar fjórir milljarðar króna, að því er fram kemur í umfjöllun um kaupin í Morgunblaðinu í dag.

Haffjarðará er 25 km löng og rennur úr Oddastaðavatni og til sjávar á Löngufjörum. Geiteyri ehf. er í eigu Óttars Yngvasonar hæstaréttarlögmanns. Kaupin byggðust á hluthafasamkomulagi sem Geiteyri gerði við fyrri eiganda helmingshlutarins um forkaupsrétt. Akurholt hafði áður selt hlutinn til félagsins Dreisan og fór það félag fram á lögbann á nýtingu forkaupsréttarins. Sýslumaður féllst ekki á það og féll hluturinn því í hlut Geiteyrar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert