Gríðarlegt álag á bráðamóttöku Landspítala

Gríðarlegt álag er á bráðamóttöku Landspítalans og gera ráð fyrir …
Gríðarlegt álag er á bráðamóttöku Landspítalans og gera ráð fyrir að þeir sem ekki eru í bráðri þörf þurfi að bíða lengi eftir þjónustu eða verði vísað á heilsugæslustöðvar eða Læknavaktina í Austurveri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sjúklingar sem leita á bráðamóttöku Landspítala er forgangsraðað eftir bráðleika vegna gríðarlegs álags sem er nú á spítalanum. 

Frá þessu er greint á Facebook-síðu Landspítalans. Þar kemur einnig fram að við þessar aðstæður megi gera ráð fyrir að þeir sem ekki eru í bráðri þörf þurfi að bíða lengi eftir þjónustu eða verði vísað á heilsugæslustöðvar eða Læknavaktina í Austurveri.

Spítalinn hvetur fólk með minni háttar veikindi eða smávægileg líkamstjón til að leita til sinnar heilsugæslu eða Læknavaktarinnar í Austurveri, ef kostur er. Þeir aðilar munu sinna fólki og vísa til Landspítala, ef þörf krefur.

Í færslunni, sem má sjá í heild sinni hér fyrir neðan, er einnig að finna upplýsingar um opnunartíma heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og kvöld- og helgarvakt Læknavaktarinnar, auk nánari upplýsinga um læknasímann, hjartagátt og bráðadeild spítalans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka