Hættir að þjónusta göng um Húsavíkurhöfða

Göngin voru tekin í notkun á síðastliðnu ári.
Göngin voru tekin í notkun á síðastliðnu ári. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Vegagerðin hefur tilkynnt sveitarstjórn Norðurþings að hún muni hætta að þjónusta göngin um Húsavíkurhöfða um næstu mánaðamót. Verður því væntanlega slökkt á lýsingu í göngunum og enginn snjór mokaður í vetur.

Sveitarstjórn telur þetta geta haft í för með sér ófyrirséðar afleiðingar fyrir fyrirtækin sem þurfa að flytja hráefni og afurðir til og frá iðnaðarsvæðinu á Bakka.

Ríkið kostaði gerð ganganna og annaðist Vegagerðin verkið. Göngin eru ætluð til að auðvelda flutninga á hráefni frá Húsavíkurhöfn til fyrirtækja á iðnaðarsvæðinu Bakka og á afurðum til baka, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert