Herskip NATO áberandi í höfnum

Þyrluflugmóðurskipið Iwo Jima sést hér við Skarfabakka en fyrir framan …
Þyrluflugmóðurskipið Iwo Jima sést hér við Skarfabakka en fyrir framan það er herskipið New York. mbl.is/Árni Sæberg

Herskip á vegum Atlantshafsbandalagsins, NATO, eru um þessar mundir áberandi í höfnum á höfuðborgarsvæðinu. Eru skipin hingað komin vegna Trident Juncture, umfangsmestu heræfingar Atlantshafsbandalagsins frá árinu 2015, sem haldin verður á Norður-Atlantshafi og í Noregi á næstunni.

Stærst þessara skipa er bandaríska þyrluflugmóðurskipið USS Iwo Jima. Í fyrradag var flogið með fjölmenna sveit landgönguliða þaðan frá borði með þyrlum og inn á öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli. Var það liður í æfingu landgönguliðanna sem síðar eiga eftir að taka þátt í aðalæfingu Trident Juncture.

Þyrluflugmóðurskip þetta er 257 metra langt og 32 metrar á breidd. Skipið er sérútbúið til að flytja fjölmennt innrásarlið að landi með skjótum hætti og má um borð finna fjölbreytt úrval af árásar- og flutningstækjum. Samkvæmt upplýsingum frá sendiráði Bandaríkjanna verður skipið opið almenningi á laugardag milli klukkan 9 og 16, en það liggur nú við Skarfabakka.

Nánari umfjöllun um skipaflota þennan og heræfingar NATO er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka