Landsréttur staðfestir 6 ára dóm yfir Sveini

Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms í máli Sveins Gests Tryggvasonar.
Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms í máli Sveins Gests Tryggvasonar. mbl.is

Landsréttur staðfesti í dag sex ára dóm yfir Sveini Gesti Tryggvasyni í tengslum við andlát Arnars Jónssonar Aspar, sem lést eftir lík­ams­árás sem hann varð fyr­ir í Mos­fells­dal í júní. Þá gerði Landsréttur einnig breytingu á skaðabótum til hluta þeirra sem hafði verið dæmdar skaðabætur í fjölskyldu Arnars.

Landsréttur breytti upphæð miskabóta sem dæmdar höfðu verið til fjölskyldu Arnars, voru þær bæði hækkaðar og lækkaðar, en í heildina lækkuðu þær um 2,6 milljónir. Voru miskabætur til móður hans og unnustu óbreyttar, hækkaðar um 350 þúsund til föður hans og lækkaðar um 1,5 milljón til bekkja dætra hans.

Sveinn Gestur sagði við dómsuppkvaðningu að hann myndi taka sér frest til að ákveða með áfrýjunarbeiðni til Hæstaréttar. Er sá frestur fjórar vikur. Þá var Sveini gert að greiða allan áfrýjunarkostnað upp á fjórar milljónir og kostnað verjanda síns og réttargæslumanna fjölskyldu Arnars.

Sveinn Gestur var ákærður fyrir stórfellda líkamsárás, en ekki manndráp, í tengslum við andlát Arnars Jónssonar Aspar, sem lést í kjölfar árásar við heimili sitt í Mosfellsdal 7. júní í fyrra.

Arn­ar var sagður hafa kafnað vegna mik­ill­ar minnk­un­ar á önd­un­ar­hæfni sem olli ban­vænni stöðukæf­ingu sem má rekja til ein­kenna æs­ing­sóráðs vegna þvingaðrar fram­beygðrar stöðu sem Sveinn hélt Arn­ari í.

Sveinn er sagður hafa haldið hönd­um Arn­ars fyr­ir aft­an bak þar sem Arn­ar lá á mag­an­um og tekið hann hálstaki og slegið hann ít­rekað í and­lit og höfuð með kreppt­um hnefa. Eru af­leiðing­ar þess­ar árás­ar tald­ar hafa valdið and­láti Arn­ars.

Lögreglan á vettvangi í Mosfellsdal í júní í fyrra.
Lögreglan á vettvangi í Mosfellsdal í júní í fyrra. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Sveinn Gestur var dæmdur í sex ára fangelsi í málinu Héraðsdómi Reykjavíkur í desember í fyrra og gert að greiða 32 milljónir í miskabætur til unnustu Arnars, tveggja dætra hans og foreldra. Hann áfrýjaði dóminum til Landsréttar og var málið tekið þar fyrir í byrjun október.

Við aðalmeðferð málsins í Landsrétti ítrekað Sveinn Gestur sakleysi sitt. Saksóknari fór hins vegar fram á þyngri dóm yfir Sveini í ljósi alvarlegra afleiðinga og vísaði til þess að brot á 218. grein hegningarlaganna, sem Sveinn Gestur var ákærður og dæmdur eftir, varði allt að 16 ára fangelsi.

Uppfært kl 15:52: Landsréttur breytti upphæðum á miskabótum sem fjölskyldu Arnars voru dæmar. Hefur þeim upplýsingum verið bætt við fréttina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert