Sonja Ýr nýr formaður BSRB

Sonja Ýr.
Sonja Ýr. mbl.is/Arnar Þór

Sonja Ýr Þorbergsdóttir var kjörin formaður BSRB á þingi sambandsins rétt í þessu, með 158 atkvæðum. Tvö gáfu kost á sér til formanns, en formaður sambandsins til níu ára, Elín Björg Jónsdóttir, tilkynnti í sumar að hún myndi ekki gefa kost á sér til að sinna embættinu áfram.

Þingið sátu 200 manns frá aðildarfélögunum 26. Stóru málin á þinginu voru komandi kjarasamningar, húsnæðismál og almannaþjónusta.

Sonja Ýr hefur sinnt starfi lögfræðings BSRB síðastliðin tíu ár, en Vésteinn Valgarðsson, mótframbjóðandi hennar, tilkynnti framboð sitt skömmu fyrir kynningu frambjóðenda á þinginu í gær. Hann er stuðningsfulltrúi á Kleppi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert