Tvær þyrlur á nýju ári

Þessi þyrla er væntanleg.
Þessi þyrla er væntanleg. Ljósmynd/Landhelgisgæsla Íslands

Land­helg­is­gæsla Íslands tek­ur á móti tveim­ur ný­leg­um leiguþyrl­um á næsta ári. Þyrlurn­ar koma frá Nor­egi og eru af gerðinni Air­bus H225 Super Puma, en þær munu koma í staðinn fyr­ir TF-GNA og TF-SYN.

Þetta staðfest­ir Sig­urður Heiðar Wii­um, yf­ir­flug­stjóri hjá Land­helg­is­gæsl­unni, í Morg­un­blaðinu í dag.

„Eig­andi vél­anna tveggja sem við leigj­um í dag bauð okk­ur þess­ar þyrl­ur, sem eru mun nýrri og full­komn­ari, í staðinn fyr­ir hinar og við höf­um þegið það,“ seg­ir Sig­urður Heiðar, en stefnt er að því að taka nýju leiguþyrlurn­ar í notk­un á vor­mánuðum næsta árs. Fyrri þyrl­an kem­ur þó að lík­ind­um hingað til lands strax í fe­brú­ar, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um þess­ar breyt­ing­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert