Gjaldskýlin urðu gröfunum að bráð

Litlu gjaldskýlin höfðu lokið hlutverki sínu og urðu að víkja.
Litlu gjaldskýlin höfðu lokið hlutverki sínu og urðu að víkja. Ljósmynd/Spölur

Starfsmenn verktakafyrirtækisins Þróttar ehf. unnu við það í vikunni að fjarlægja tvö af þremur gjaldskýlum Hvalfjarðarganga með stórvirkum gröfum. Þeir brutu jafnframt upp rammlega járnbent steypuvirki sem skýlin standa á milli akreina.

Vegagerðin tók við göngunum um síðustu mánaðamót og það var hennar ósk að Spölur fjarlægði gjaldskýlin. Kostnaður við niðurrifið var áætlaður um 15 milljónir króna. Stærsta gjaldskýlið mun standa áfram, þótt ekkert gjald sé nú innheimt, en þar inni eru ýmiss konar lagnir og búnaður sem tilheyrir starfsemi Hvalfjarðarganga.

Verktakinn við gangagerðina, Fossvirki, reisti gjaldskýlin í aðdraganda þess að göngin voru opnuð sumarið 1998. Hönnuður þeirra var Magnús H. Ólafsson arkitekt á Akranesi. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Spalar. 

Fréttin í heild birtist í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka