Í varðhaldi vegna vinnumansals

Maðurinn er talinn hafa flutt tugi manna til Íslands yfir …
Maðurinn er talinn hafa flutt tugi manna til Íslands yfir um tveggja ára skeið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Er­lend­ur maður hef­ur verið í gæslu­v­arðhaldi í hálf­an mánuð vegna gruns um að hann hafi stundað vinnum­an­sal, að því er fram kom í frétt­um RÚV í kvöld. Er maður­inn, sem er pak­ist­ansk­ur, tal­inn hafa flutt tugi manna til Íslands yfir um tveggja ára skeið og suma þeirra á fölsuðum skil­ríkj­um.

RÚV seg­ir mann­inn hafa verið hand­tek­inn ásamt tveim­ur sam­lönd­um sín­um við kom­una á Kefla­vík­ur­flug­völl fyr­ir hálf­um mánuði.

Í kjöl­farið hafi verið gerð hús­leit í íbúð manns­ins við Snorra­braut og hóp­ur fólks hand­tek­inn, hald lagt á vega­bréf og fleira. Þá er maður­inn sagður vera grunaður um pen­ingaþvætti, skjalafals og fleiri brot.

Ólaf­ur Helgi Kjart­ans­son, lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um, seg­ir í sam­tali við mbl.is málið vera til rann­sókn­ar, en vill ekki staðfesta það sem fram kem­ur í frétt RÚV. Málið sé hins veg­ar um­fangs­mikið og vegna eðlis þess séu ekki veitt­ar um það upp­lýs­ing­ar á þess­ari stundu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert