Heimsókn Taros Konos, utanríkisráðherra Japans, til Íslands er liður í að efla tengsl ríkjanna. Kono tók þátt í Hringborði norðurslóða í Hörpu. Var þetta í fyrsta sinn sem japanskur utanríkisráðherra kemur til Íslands.
Natsuko Sakata, talsmaður japanska utanríkisráðherrans í þessari heimsókn, segir aðspurð í Morgunblaðinu í dag, að lega Íslands í Norður-Atlantshafinu sé athyglisverð m.t.t. umskipunarhafnar. Japönsk stjórnvöld telji að loftslagsbreytingar séu staðreynd og stuðli að bráðnun íss á norðurskautinu. Með þeirri þróun geti siglingaleiðir opnast.
Hún sagði japönsk stjórnvöld styðja hvalveiðar Íslendinga. Stendur einmitt til að efla samvinnu ríkjanna á því sviði er Ísland verður formennskuríki í Norðurskautsráðinu 2019-2021.