Mörg snjóflóð af mannavöldum

Menn koma oft snjóflóðum af stað til fjalla.
Menn koma oft snjóflóðum af stað til fjalla. mbl.is/Árni Sæberg

Snjóflóð af mannavöldum voru tíð síðastliðinn vetur og virðast verða tíðari með hverjum vetri. Þetta kemur fram í skýrslunni Snjóflóð á Íslandi veturinn 2017-2018 eftir Óliver Hilmarsson, sérfræðing á sviði snjóflóða hjá Veðurstofu Íslands.

Um veturinn voru skráð 63 snjóflóð af mannavöldum. Eitt féll í lok desember og sex í janúar. Öll önnur flóð af mannavöldum féllu frá fyrstu vikunni í mars og fram í miðjan maí, að því er fram kemur í umfjöllun um snjóflóð í  Morgunblaðinu í dag.

Vélsleðamenn, göngumenn eða skíðamenn komu snjóflóðunum af stað. Einnig snjótroðarar og ótilgreinar ástæður. Göngumaður slasaðist alvarlega í snjóflóði við Ísafjörð í maí. Í sama mánuði voru tveir menn hætt komnir vegna ofkælingar eftir að þeir settu af stað snjóflóð í Grímsfjalli á Vatnajökli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka