Óháðir leggi mat á kröfur

Samninganefndir SA og VR funduðu í fyrsta sinn í gær …
Samninganefndir SA og VR funduðu í fyrsta sinn í gær og ríkti bjartsýni á að samningar myndu nást fyrir áramót. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins, SA, leggja til að þau og Starfs­greina­sam­bandið, SGS, feli óháðum aðila að leggja mat á áhrif kröfu­gerðar sam­bands­ins í kjara­mál­um á fé­lags­menn SGS, fyr­ir­tæki, at­vinnu­lífið í heild og op­in­ber fjár­mál.

Þetta kem­ur fram í bréfi sem Sam­tök­in sendu Starfs­greina­sam­band­inu í gær­kvöldi. Í bréf­inu seg­ir að SA sakni þess að ekki liggi fyr­ir mat á heild­ar­kostnaði efna­hags­lífs­ins ef kröf­ur SGS nái fram að ganga.

„Nái kröf­urn­ar fram að ganga munu áhrif á verðbólgu og vexti lík­lega verða mik­il og gætu haft nei­kvæð áhrif á kaup­mátt launa og hús­næðis­kostnað,“ seg­ir í bréf­inu, auk þess að SA telji að skýr mynd af áhrif­um fram­gangs krafn­anna sé for­senda þess að unnt verði að hefja ár­ang­urs­rík­ar samn­ingaviðræður.

Þá seg­ir að í hinu óháða mati yrði meðal ann­ars horft til ár­legs kostnaðar fyr­ir at­vinnu­lífið og rík­is­sjóð ef kröf­urn­ar næðu fram að ganga auk þess hvaða áhrif hækk­un launa­greiðslna vegna stytt­ing­ar vinnu­vik­unn­ar í 32 stund­ir með til­heyr­andi hækk­un tíma­kaups myndi hafa.

Samn­inga­nefnd­ir SA og VR funduðu í fyrsta sinn í gær og ríkti bjart­sýni á að samn­ing­ar myndu nást fyr­ir ára­mót. Á viðræðuáætlun að vera klár eft­ir helg­ina.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert