Óháðir leggi mat á kröfur

Samninganefndir SA og VR funduðu í fyrsta sinn í gær …
Samninganefndir SA og VR funduðu í fyrsta sinn í gær og ríkti bjartsýni á að samningar myndu nást fyrir áramót. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samtök atvinnulífsins, SA, leggja til að þau og Starfsgreinasambandið, SGS, feli óháðum aðila að leggja mat á áhrif kröfugerðar sambandsins í kjaramálum á félagsmenn SGS, fyrirtæki, atvinnulífið í heild og opinber fjármál.

Þetta kemur fram í bréfi sem Samtökin sendu Starfsgreinasambandinu í gærkvöldi. Í bréfinu segir að SA sakni þess að ekki liggi fyrir mat á heildarkostnaði efnahagslífsins ef kröfur SGS nái fram að ganga.

„Nái kröfurnar fram að ganga munu áhrif á verðbólgu og vexti líklega verða mikil og gætu haft neikvæð áhrif á kaupmátt launa og húsnæðiskostnað,“ segir í bréfinu, auk þess að SA telji að skýr mynd af áhrifum framgangs krafnanna sé forsenda þess að unnt verði að hefja árangursríkar samningaviðræður.

Þá segir að í hinu óháða mati yrði meðal annars horft til árlegs kostnaðar fyrir atvinnulífið og ríkissjóð ef kröfurnar næðu fram að ganga auk þess hvaða áhrif hækkun launagreiðslna vegna styttingar vinnuvikunnar í 32 stundir með tilheyrandi hækkun tímakaups myndi hafa.

Samninganefndir SA og VR funduðu í fyrsta sinn í gær og ríkti bjartsýni á að samningar myndu nást fyrir áramót. Á viðræðuáætlun að vera klár eftir helgina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert