Opna á samninga um yfirtöku vallarins

Reglubundið leiguflug hófst frá Bretlandi til Akureyrar í fyrravetur og …
Reglubundið leiguflug hófst frá Bretlandi til Akureyrar í fyrravetur og nú í vetur er áætlað að yfir 5.000 ferðamenn komi þaðan. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Bæj­ar­ráð Ak­ur­eyr­ar hef­ur samþykkt að óska eft­ir því að At­vinnuþró­un­ar­fé­lag Eyja­fjarðar afli gagna til að gera viðskipta- eða rekstr­aráætl­un fyr­ir Ak­ur­eyr­arflug­völl og kanna áhrif fjölg­un­ar farþega með auknu milli­landa­flugi og rekstr­ar­grund­völl vall­ar­ins.

Gunn­ar Gísla­son, bæj­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir að áætl­un­in geti orðið grund­völl­ur samn­ingaviðræðna við ríkið um að Ak­ur­eyra­bær taki yfir rekst­ur vall­ar­ins og ann­ist nauðsyn­lega upp­bygg­ingu gegn því að fjár­fest­ing­in fá­ist til baka með leigu­greiðslum.

Í skýrslu sem verk­fræðistof­an Efla gerði fyr­ir Eyþing kem­ur fram að kostnaður við að byggja nýja flug­stöð og breyta þeirri gömlu gæti orðið tæp­ir 1,5 millj­arðar kr., kostnaður við flug­hlöð 1,6 milljaðar og upp­setn­ing á ILS-aðflugs­búnaði 180 millj­ón­ir, sam­tals rúm­lega 3,2 millj­arðar kr. Efla tel­ur að fram­kvæmda­tími við flug­stöð yrði að lág­marki 2 ár og við flug­hlöð 3 ár.

Aðflugs­búnaður­inn verður sett­ur upp á næsta ári en fram­kvæmd­ir við flug­hlöð og flug­stöð eru á til­lögu að sam­göngu­áætlun eft­ir 5-15 ár, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert