Stjórn­völd í herferð gegn lág­launa­fólki

Þétt var setið á fundi Eflingar og Öryrkjabandalagsins í dag.
Þétt var setið á fundi Eflingar og Öryrkjabandalagsins í dag. mbl.is/​Hari

Aukinn ójöfnuður, skattbyrði láglaunahópa og tækifæri til úrbóta í skattkerfinu var á meðal þess sem var rætt á opnum fundi Eflingar og Öryrkjabandalags Íslands í dag. Fundurinn bar yfirskriftina „Skattbyrði og skerðingar“ og var afkoma lágtekjufólks á Íslandi einkum til umræðu.

Stefán Ólafsson, sérfræðingur hjá Eflingu, fjallaði um þróun skattbyrði á lágtekjuhópa í framsögu sinni og sýndi m.a. fram á tilfærslu á fjármagnstekjuskatti frá hálaunahópum og yfir á lágtekjuhópa. Hann sagði brýnt að lögð væri áhersla á kjarabætur sem nýtast öllu lágtekjufólki.

Stefán Ólafsson, sérfræðingur Eflingar.
Stefán Ólafsson, sérfræðingur Eflingar. Ljósmynd/Velferðarráðuneytið

Öryrkjar búi við skert tækifæri

Stefán benti á að láglaunafólk næði oft naumlega endum saman með því að starfa í tveimur til þremur störfum. Það væri hins vegar almennt ekki möguleiki fyrir örorkulífeyrisþega sem byggju við skerta vinnugetu og skert tækifæri í þjóðfélaginu. Nauðsynlegt væri að taka mið af því við ákvörðun skattbyrðar á þessa hópa.

Hann gagnrýndi jafnframt að hámarks óskertur lífeyrir Tryggingastofnunar ríkisins væri tengdur við lágmarkslaun. Frekar ætti að viðurkenna skerta stöðu öryrkja og búa til nýtt viðmið með því að hugsa um lágmarksafkomu öryrkja með hliðsjón af meðallaunum verkafólks.

Þá væri hægt að taka mið af norska kerfinu þar sem öryrkjar geta unnið án þess að þurfa að lúta skerðingu á lífeyri vegna þessa.

Til þess að bregðast við sagði Stefán að það þyrfti einkum að krefja stjórnvöld um breytt skatta- og bótakerfi, helst vegna mikilla hækkana til hærri tekjuhópa í opinbera geiranum á síðustu árum. Sameinast þurfi um að snúa við því sem Stefán nefnir „herferð stjórnvalda gegn láglaunafólki“. Ef ekkert verði að gert þurfi stéttarfélög og verkalýðshreyfingin að krefjast kauphækkana í starfi af meiri þunga en ella. 

Mikil tækifæri til að breyta skattkerfinu

Eftir framsögu Stefáns voru pallborðsumræður þar sem Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Bergþór Heimir Þórðarson, öryrki og dyravörður, tóku þátt í.  

Þar sagðist Sólveg vera sjokkeruð á firringu yfirstéttarinnar gagnvart kröfugerðum undanfarinna vikna og að það gæfi henni ekki mikla von inn í kjarabaráttu vetrarins. Þá sagði hún að það væru mikil tækifæri til þess að breyta skattkerfinu þannig að það væri réttlátt fyrir láglaunahópa. 

Þuríður tók undir með Sólveigu og benti á að öryrkjar næðu þá flestir ekki einu sinni 300.000 króna lágmarkslífeyri á mánuði, þar sem aðeins 29% öryrkja væru með framfærsluuppbót vegna eigin húsnæðis eða þinglýsts leigusamnings. 

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður …
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Bergþór Heimir Þórðarson, öryrki og dyravörður, sátu fyrir svörum í pallborðsumræðum á fundinum. mbl.is/​Hari
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert