„Vel haldið utan um okkur“

Búist er við að farþegar sem áttu að lenda á …
Búist er við að farþegar sem áttu að lenda á Keflavíkurvelli í morgun leggi af stað um miðnætti í kvöld frá Kanada. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er mjög vel haldið utan um okk­ur,“ seg­ir Þór­dís Ósk Sig­tryggs­dótt­ir, ein þeirra um 160 farþega sem voru um borð í flug­vél Icelanda­ir á leið frá Or­lando á Flórída sem skyndi­lega þurfti að lenda á Sagu­enay Bag­ot­ville-flug­vell­in­um í Kan­ada, vegna sprungu í rúðu í flug­stjórn­ar­klefa vél­ar­inn­ar.

„Þetta er lít­ill flug­völl­ur og þetta tók svo­lít­inn tíma þar sem þetta var um nótt og þurfti að kalla út toll­ara, rútu­bíl­stjóra og koma okk­ur fyr­ir á hót­el­um. En þetta var allt Icelanda­ir til sóma,“ seg­ir Þór­dís.

Þegar farþegum var til­kynnt um stöðu var mik­il still­ing meðal farþega að sögn henn­ar. „Ég hugsa að fólk hef­ur ef­laust hugsað, bíddu í hverju er ég lent. En all­ir til­tölu­lega ró­leg­ir. Þetta gerðist nokkuð hratt, svona um tutt­ugu mín­út­ur frá því að ljós­in blikkuðu,“ seg­ir Þór­dís. „Flug­stjór­inn var mjög ró­leg­ur og yf­ir­vegaður og sagði allt und­er control“. Hann róaði okk­ur og flug­freyj­urn­ar voru all­ar yf­ir­vegaðar,“ bæt­ir hún við.

Sam­kvæmt Þór­dísi er áætlað að ný vél taki við farþeg­un­um um klukka átta að staðar­tíma, sem er á miðnætti ís­lensk­um tíma. „Þannig að við erum að koma um sól­ar­hring seinna, sem er kannski verst fyr­ir þá sem áttu tengiflug til Evr­ópu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert