Rannsaka leka í Euro Market-málinu

mbl.is/Arnþór Birkisson

Lögreglan á Vesturlandi er nú með til rannsóknar leka á viðkvæmu trúnaðarskjali frá lögreglu sem rataði til verjanda í svokölluðu Euro Market-máli. Fjallað var um málið í kvöldfréttum RÚV, sem segir trúnaðarskjalið vera minnisblað sem mörg lögregluembætti höfðu aðgang að og á því séu talin upp ýmis sakamál sem lögregla hafi haft meintan höfuðpaur í Euro Market-málinu grunaðan um.

Er grunur lögreglu um leka á skjalinu sagður hafa verið staðfestur þegar verjandi mannsins lagði skjalið fram fyrir dómi nú í vor og taldi það sýna fram á að skjólstæðingur hans hefði sætt óeðlilegri meðferð.

Var málinu þá vísað til lögreglunnar á Vesturlandi til rannsóknar og verjandinn kallaður til skýrslutöku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka