80% fyrirtækja hafa orðið fyrir netárás

Ekki er gott ef tölvuþrjótar veiða viðkvæm gögn.
Ekki er gott ef tölvuþrjótar veiða viðkvæm gögn. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Sam­kvæmt nýrri viðhorfs­könn­un Deloitte á Íslandi hafa 80% fyr­ir­tækja hér­lend­is orðið fyr­ir svo­nefndri „veiðipósta­árás“, en slík­ar árás­ir nefn­ast „phis­hing“ á ensku.

Í slík­um netárás­um felst meðal ann­ars að tölvuþrjót­ar reyna að narra mót­tak­end­ur tölvu­pósts til þess að senda sér viðkvæm­ar upp­lýs­ing­ar eins og lyk­il­orð starfs­manna eða þá að fórn­ar­lömb­in eiga að smella á hlekki í póst­in­um, sem leiða fórn­ar­lambið þá á allt ann­an og verri stað en hann taldi að hlekk­ur­inn leiddi til.

Þor­vald­ur Henn­ings­son, yf­ir­maður net­varna­deild­ar Deloitte á Íslandi, seg­ir í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag að árás­ir af þess­ari gerð séu mjög mis­mun­andi að gerð og gæðum. Hins veg­ar séu af­leiðing­arn­ars fyr­ir þau fyr­ir­tæki sem verða fyr­ir árás­un­um oft mjög al­var­leg­ar. Því sé mik­il­vægt að fyr­ir­tæki hugi vel að því hvernig eigi að verj­ast árás­um af þessu tagi.

Þar skipt­ir mestu máli að starfs­fólk sé vel upp­lýst um það hvernig veiðipóst­ar líti út sem og að fólk sé al­mennt vel vak­andi fyr­ir því hvort þeir tölvu­póst­ar sem það fær séu frá rétt­um aðilum eða ekki.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert