Bilun í hitakerfi rúðunnar olli sprungu

Atvik sem þessi eru sjaldgæf, en gluggar vélanna eru kannaðir …
Atvik sem þessi eru sjaldgæf, en gluggar vélanna eru kannaðir fyrir hvert flug. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Sprunga í rúðu í flug­stjórn­ar­klefa flug­vél­ar Icelanda­ir sem var á leið frá Or­lando í Flórída til Kefla­vík­ur aðfaranótt laug­ar­dags myndaðist vegna bil­un­ar í hita­kerfi rúðunn­ar. Þetta staðfest­ir Guðjón Arn­gríms­son, upp­lýs­inga­full­trúi Icelanda­ir.

Skipt var um rúðu strax á laug­ar­dag og gert var við hita­kerfið í leiðinni. Flug­vél­in sem um ræðir fór strax aft­ur í notk­un að viðgerð lok­inni.

Eins og áður seg­ir kom at­vikið upp á leiðinni á milli Or­lando og Kefla­vík­ur, en flug­vél­inni var um leið lent á næsta flug­velli, Sagu­enay Bacot­ville-flug­vell­in­um í Qu­e­bec í Kan­ada. Farþegar voru flutt­ir á hót­el í ná­grenni flug­vall­ar­ins á meðan þeir biðu eft­ir að önn­ur vél Icelanda­ir kæmi til að sækja þá.

At­vik sem þessi eru sjald­gæf, en glugg­ar vél­anna eru kannaðir fyr­ir hvert flug.

Rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa er með at­vikið til skoðunar og er í sam­starfi við yf­ir­völd í Kan­ada.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert