Góð stemning og baráttuhugur var í húsnæði BSRB í gær þegar konur á öllum aldri unnu að gerð kröfuspjalda fyrir kvennafrídaginn 24. október.
Konur eru hvattar til þess að leggja niður vinnu kl. 14.55 á miðvikudaginn og mæta á samstöðufund á Arnarhóli kl. 15.30.
Yfirskrift fundarins er „Breytum ekki konum, breytum samfélaginu“ og er hún tileinkuð konum sem stigið hafa fram í #MeToo-byltingunni og þeim sem ekki hafa stigið fram.