HR hefur ekki fengið náðhúsið afhent

Svo virðist sem þó nokkur vinna sé enn eftir í …
Svo virðist sem þó nokkur vinna sé enn eftir í svokölluðu náðhúsi við braggann í Nauthólsvík, líkt og vel sést á meðfylgjandi ljósmynd sem tekin var í byrjun október. mbl.is/Árni Sæberg

Háskólinn í Reykjavík hefur fengið tvær af þrjá byggingum braggans við Nauthólsvík afhentar frá borginni, en ekki allar þrjár líkt og Óli Jón Hertervig, starfandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar (SEA) greindi frá í morgun. Í svari hans við skriflegri fyrirspurn mbl.is kom fram að framkvæmdum við braggann af hálfu Reykjavíkurborgar sé lokið og að HR hafi tekið húsnæðið í notkun.

Svokallað náðhús, sem mun hýsa fundarherbergi sem nýtt verður í tengslum við braggann og frumkvöðlasetur HR, er ekki tilbúið og hefur ekki verið afhent HR til leigu samkvæmt upplýsingum frá HR.

HR hefur hins vegar tekið við Bragganum sjálfum til leigu og þar er hafin er veitingastarfsemi sem miðuð er að þörfum stúdenta. Þá hefur HR einnig fengið frumkvöðlasetrið afhent til leigu. 

Verið er að vinna að innanhúshönnun og kaupum á lausum búnaði fyrir frumkvöðlasetrið, á vegum HR, og búist er við að hægt verði að opna það í janúar næstkomandi. Öllu óljósari staða er hins vegar um náðhúsið svokallaða.

Náðhúsið, sem til stendur að nota sem fundarherbergi fyrir HR, …
Náðhúsið, sem til stendur að nota sem fundarherbergi fyrir HR, er ein þriggja bygginga við braggann í Nauthólsvík. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert