Kirkjan tekur afstöðu í umhverfismálum

Fimm norrænir biskupar settust niður á Arctic Circle í Hörpu …
Fimm norrænir biskupar settust niður á Arctic Circle í Hörpu í gær og ræddu umhverfismálin. mbl.is/​Hari

Ráðstefnunni Arctic Circle lauk í gær, eftir þriggja daga dagskrá. Við lok ráðstefnunnar settust fimm biskupar frá Norðurlöndum niður og settu fram skýra afstöðu kirknanna til umhverfismála á norðurslóðum.

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, tók þátt í pallborðsumræðunni, ásamt fjórum öðrum biskupum; frá Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Færeyjum. Agnes telur mikilvægt að kirkjan nýti rödd sína og hafi áhrif til að setja umhverfismál á oddinn.

Biskupafundurinn á Arctic Circle var haldinn í beinu framhaldi af þingi Alkirkjuráðsins sem haldið var í fyrra um umhverfismál, að sögn Agnesar, en Ísland átti fulltrúa á því þingi. „Við erum að hugsa til framtíðar. Við vitum að samkvæmt nýlegri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum um loftslagsmál höfum við 12 ár til að ná þeim markmiðum sem Parísarsamkomulagið kvað á um, sem er styttri tími en gert var ráð fyrir,“ segir Agnes í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. „Við höfum þetta góða net af fólki og eigum auðvelt með að ná til fólks í gegnum safnaðarstarfið.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert