Notendum hjólaleigu fjölgar milli ára

Hjólaleiga á vegum WOW air í samstarfi við Reykjavíkurborg var …
Hjólaleiga á vegum WOW air í samstarfi við Reykjavíkurborg var starfrækt í borginni annað sumarið í röð með góðum árangri. mbl.is/Hallur

Fleiri nýttu sér hjólaleiguna WOW citybike í sumar en í fyrrasumar. Vætutíð hafði áhrif fyrri hluta sumars en notkunin jókst jafnt og þétt eftir því sem leið á sumarið og varð aukning í notendum á milli ára. Þetta segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, sem starfrækir hjólaleiguna.

Heildartölur fyrir sumarið liggja ekki fyrir þar sem hjólaleigan er enn opin en í ágúst, sem var stærsti mánuðurinn, voru leigurnar alls 2.600, sem er um 10% aukning frá því í fyrra. Þá eru erlendir ferðamenn í meirihluta þegar skipting eftir notendum er skoðuð. 

Flug­fé­lagið opnaði hjóla­leig­una í sam­vinnu við Reykja­vík­ur­borg um í júní í fyrra. Líkt og í fyrra voru átta hjóla­stöðvar með 100 hjól­um sett­ar upp í eða við miðbæ Reykja­vík­ur og er hægt að skila hjól­inu á hvaða stöð sem er óháð því hvar það er leigt.

Ekki eitt einasta hjól hefur glatast og segir Svanhvít að umgengnin hafi almennt verið til fyrirmyndar.

Hægt er að hlaða niður snjall­for­riti sem sýn­ir staðsetn­ing­ar stöðvanna og fjölda hjóla á hverri stöð. Arnarhóll og Hlemmur voru vinsælustu stöðvarnar í sumar hvort sem um er að ræða leigu eða skil.

Hjólastöðvunum verður pakkað saman síðar í þessum mánuði að sögn Svanhvítar en stefnt er að því að taka þráðinn upp að nýju næsta sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert