Endurskoða þarf reglur um skýrslutökur

Starfshópur telur að endurskoða þurfi reglur um skýrslutöku á sakborningum …
Starfshópur telur að endurskoða þurfi reglur um skýrslutöku á sakborningum og vitnum til að bæta réttarstöðu fatlaðs fólks. mbl.is/​Hari

Nauðsyn­legt er að fara í heild­ar­end­ur­skoðun á þeim regl­um sem gilda um skýrslu­töku á sak­born­ing­um og vitn­um með það fyr­ir aug­um að bæta rétt­ar­stöðu fatlaðs fólks.

Þetta er meðal þess sem starfs­hóp­ur um meðferð kyn­ferðis­brota­mála þegar um fatlaða sak­born­inga og/​eða brotaþola er að ræða legg­ur til í nýrri skýrslu. Við þá vinnu er lagt til að sér­stök áhersla verði lögð á að skoða til­hög­un skýrslu­töku af fötluðu fólki og þá í sam­ræmi við þá þróun sem orðið hef­ur ann­ars staðar á Norður­lönd­un­um.

Eng­in sérá­kvæði um til­hög­un skýrslu­töku af viðkvæm­um vitn­um/​sak­born­ing­um er nú að finna í nú­gild­andi lög­um um meðferð saka­mála. Hingað til hef­ur oft­ast verið stuðst við ákvæði sem seg­ir að það megi taka dóms­skýrslu af brotaþola eða vitn­um á rann­sókn­arstigi ef slíkt er talið æski­legt með til­liti til hags­muna þeirra, svo sem ef um börn er að ræða, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert