Ferðatíminn hefur lengst

Meðaltími ferða milli heimilis og vinnu á höfuðborgarsvæðinu hefur lengst.
Meðaltími ferða milli heimilis og vinnu á höfuðborgarsvæðinu hefur lengst. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Meðaltími ferða milli heimilis og vinnu á höfuðborgarsvæðinu hefur lengst síðasta áratuginn. Hann var níu og hálf mínúta 2007 en var kominn í rúmar 14 mínútur sumarið 2018.

Flestir svarendur nýrrar könnunar MMR um ferðavenjur fólks sumarið 2018 vilja sjá umbætur á stofnbrautakerfi höfuðborgarsvæðisins. Rúmlega helmingur svarenda telur að umbætur á stofnbrautakerfinu dugi best til að draga úr umferðartöfum á höfuðborgarsvæðinu.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu dr. Bjarna Reynarssonar, skipulagsfræðings hjá Land-ráði sf., sem unnin var fyrir Vegagerðina. Skýrslan byggist á könnun MMR.

Notkun einkabílsins hefur vaxið frá 2014 eftir samdrátt árin á undan og voru 79% ferða sumarið 2018 farnar sem bílstjóri í eigin bíl. Dregið hefur úr áhuga fólks á fleiri og betri stígum og bættri þjónustu strætó. Vaxandi áhugi er fyrir borgarlínu, sérstaklega í eldri hverfum Reykjavíkur. Fólk í ytri byggðum vill heldur umbætur á stofnvegakerfinu, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka