Ferðatíminn hefur lengst

Meðaltími ferða milli heimilis og vinnu á höfuðborgarsvæðinu hefur lengst.
Meðaltími ferða milli heimilis og vinnu á höfuðborgarsvæðinu hefur lengst. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Meðal­tími ferða milli heim­il­is og vinnu á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur lengst síðasta ára­tug­inn. Hann var níu og hálf mín­úta 2007 en var kom­inn í rúm­ar 14 mín­út­ur sum­arið 2018.

Flest­ir svar­end­ur nýrr­ar könn­un­ar MMR um ferðavenj­ur fólks sum­arið 2018 vilja sjá um­bæt­ur á stofn­brauta­kerfi höfuðborg­ar­svæðis­ins. Rúm­lega helm­ing­ur svar­enda tel­ur að um­bæt­ur á stofn­brauta­kerf­inu dugi best til að draga úr um­ferðart­öf­um á höfuðborg­ar­svæðinu.

Þetta kem­ur fram í nýrri skýrslu dr. Bjarna Reyn­ars­son­ar, skipu­lags­fræðings hjá Land-ráði sf., sem unn­in var fyr­ir Vega­gerðina. Skýrsl­an bygg­ist á könn­un MMR.

Notk­un einka­bíls­ins hef­ur vaxið frá 2014 eft­ir sam­drátt árin á und­an og voru 79% ferða sum­arið 2018 farn­ar sem bíl­stjóri í eig­in bíl. Dregið hef­ur úr áhuga fólks á fleiri og betri stíg­um og bættri þjón­ustu strætó. Vax­andi áhugi er fyr­ir borg­ar­línu, sér­stak­lega í eldri hverf­um Reykja­vík­ur. Fólk í ytri byggðum vill held­ur um­bæt­ur á stofn­vega­kerf­inu, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um þessi mál í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert