Halda sólarhringslangt loftslagsmaraþon

Þátttakendur í loftslagsmaraþoni 2017 gróðursettu tré um miðnætti. Nú á …
Þátttakendur í loftslagsmaraþoni 2017 gróðursettu tré um miðnætti. Nú á að endurtaka leikinn.

Loftslagsmaraþonið (Climathon) verður haldið í annað sinn hér á landi á föstudaginn kemur, 26. október, og fram á laugardagsmorgun. Justine Vanhalst, sérfræðingur hjá Matís og verkefnastjóri Climathon 2018 fyrir Reykjavíkurborg, sagði að skráningu lyki á fimmtudag og enn væri því tækifæri til að taka þátt í viðburðinum. Hún hafði einnig veg og vanda af fyrsta loftslagsmaraþoninu sem haldið var hér fyrir ári.

Loftslagsmaraþonið stendur í heilan sólarhring og snýst um nýsköpun í loftslagsmálum. Þar á að ræða um og móta hugmyndir um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og annarri loftmengun. Það hefst klukkan níu á föstudagsmorgun og lýkur klukkan níu á laugardagsmorgun.

Maraþonið verður haldið samtímis í hundruðum borga um allan heim. Þær munu tengjast í gegnum samfélagsmiðla. Í Reykjavík verður maraþonið í höfuðstöðvum Matís við Vínlandsleið. Í gær höfðu 23 þátttakendur skráð sig en pláss er fyrir 35.

Sjá umfjöllun um viðburð þennan í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert