Vertíðinni lauk í gærkvöldi

Ocean Dream við Skarfabakka.
Ocean Dream við Skarfabakka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Síðasta skemmti­ferðaskip árs­ins kom til hafn­ar í Reykja­vík snemma í gær­morg­un. Er um að ræða skipið Oce­an Dream, sem er 35.265 brútt­ót­onn, og lagðist það að Skarfa­bakka, en skipið lét úr höfn í gær­kvöldi. Skemmti­ferðaskip þetta tek­ur nokkuð yfir 1.000 farþega og eru í áhöfn rúm­lega 500 manns.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Faxa­flóa­höfn­um hafa á þessu ári alls 72 skemmti­ferðaskip komið, mörg þeirra oft­ar en einu sinni, og eru skipa­kom­ur 166 tals­ins. Farþega­fjöldi með skip­un­um er hátt í 150 þúsund.

Fyrsta skip vertíðar­inn­ar var Mag­ell­an sem lagðist að Skarfa­bakka 9. mars síðastliðinn. Kom það hingað til lands í sér­staka norður­ljósa­sigl­ingu en slík­ar ferðir hafa sótt nokkuð í sig veðrið að und­an­förnu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert