43. þing Alþýðusambandsins sett

Gylfi Arnbjörnsson setur þing sambandsins.
Gylfi Arnbjörnsson setur þing sambandsins. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Þing Alþýðusambands Íslands verður sett í 43. sinn á Hilton Nordica nú klukkan 10. Helstu málefni sem rædd verða á þinginu eru tekjuskipting og jöfnuður, jafnvægi atvinnuþátttöku og einkalífs, tækniþróun og skipulag vinnunnar, heilbrigðisþjónusta og velferðarkerfið og húsnæðismál.

Forseti ASÍ setur þingið, en að því loknu mun félags- og húsnæðismálaráðherra ávarpa 300 fulltrúa 48 stéttarfélaga sambandsins. Þá munu erlendir gestir þingsins vera með ávarp, sem og formaður BSRB.

Beint streymi er af setningu þingsins á vef Alþýðusambandsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert