Áhættan í kerfinu hófleg

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Golli

Nýtt álagspróf Seðlabankans sýnir að efnahagur viðskiptabankanna þriggja er traustur og þeir gætu hæglega staðið af sér víðtæk áföll í hagkerfinu. Bendir nýr aðstoðarseðlabankastjóri á að áhætta í fjármálakerfinu sé enn hófleg, þótt hún hafi aukist, m.a. vegna harðrar samkeppni á flugmarkaði og aukinnar áhættu í tengslum við ferðaþjónustuna.

Niðurstöður álagsprófsins eru kynntar í nýjustu útgáfu Fjármálastöðugleika sem Seðlabankinn gefur út tvisvar á ári.

Þar er einnig bent á að verð á atvinnuhúsnæði sé orðið hátt í sögulegu samhengi. Heimilin hafi „ótvíræðan hag af því að ekki byggist upp óhófleg áhætta tengd markaði með atvinnuhúsnæði“. Þá eru kaupendur fasteigna og lánveitendur hvattir til að fara gætilega.

Í umfjöllun um álagsprófin í Morgunblaðinu í dag segir Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, engin merki um bólumyndun á markaði með atvinnuhúsnæði. Hvorki leiguverð né söluverð standi undir byggingarkostnaði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert