Allir sýknaðir í Aurum-málinu

Lárus Welding, Óttar Pálsson lögmaður og Jón Ásgeir Jóhannesson.
Lárus Welding, Óttar Pálsson lögmaður og Jón Ásgeir Jóhannesson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lands­rétt­ur sýknaði í dag alla þrjá sak­born­ing­ana í Aur­um-mál­inu svo­kölluðu, þá Lár­us Weld­ing, fyrr­ver­andi for­stjóra Glitn­is, Magnús Arn­ar Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra fyr­ir­tækja­sviðs bank­ans, og Jón Ásgeir Jó­hann­es­son, sem var aðal­eig­andi bank­ans í gegn­um eign­ar­halds­fé­lagið FL Group. Verður all­ur sak­ar­kostnaður greidd­ur úr rík­is­sjóði en hann nem­ur sam­an­lagt tæp­um 60 millj­ón­um króna.

Lands­rétt­ur sneri þar með dómi Héraðsdóms Reykja­vík­ur frá nóv­em­ber 2016 við hvað varðar Lár­us, sem var þar dæmd­ur í eins árs fang­elsi, og Magnús, sem hlaut þá tveggja ára fang­els­is­dóm. Héraðsdóm­ur sýknaði hins veg­ar Jón Ásgeir en ákæru­valdið áfrýjaði þeirri niður­stöðu. Lands­rétt­ur staðfesti í dag sýknu­dóm­inn. Hins veg­ar undi ákæru­valdið sýknu­dómi yfir fjórða sak­born­ingn­um, Bjarna Jó­hann­es­syni.

Ákær­an í mál­inu sner­ist sex millj­arða króna lán Glitn­is til einka­hluta­fé­lags­ins FS38, sem var eigna­laust fé­lag með tak­markaða ábyrgð, til kaupa á bréf­um eign­ar­halds­fé­lags­ins Fons í skart­gripa­fé­lag­inu Aur­um Hold­ing. Voru Lár­us og Magnús ákærðir fyr­ir umboðssvik með því að hafa í störf­um sín­um fyr­ir Glitni mis­notað aðstöðu sína og stefnt fé bank­ans í veru­lega hættu með því að fara út fyr­ir heim­ild­ir sín­ar til lán­veit­inga. Jón Ásgeir var ákærður fyr­ir hlut­deild í brot­inu en til vara hylm­ingu en ann­ars pen­ingaþvætti.

Lands­rétt­ur kemst að þeirri niður­stöðu að við ákvörðun um lán­veit­ing­una hafi þeir Lár­us og Magnús mátt styðjast við mat á virði veða sem sett voru fyr­ir lán­veit­ing­unni. Fyr­ir vikið hafi ekki verið sýnt fram á að þeim hefði hlotið að vera ljóst, eða látið sér í léttu rúmi liggja, að þeir væru að mis­nota aðstöðu sína þannig að jafn mikl­ar lík­ur eða meiri lík­ur væru á því að fjár­tjón hlyt­ist af. Mætti leiða lík­um að því þeir hafi haft rétt­mæt­ar vænt­ing­ar um að lán­veit­ing­in og tengd­ar ráðstaf­an­ir trygg­inga væri fyr­ir lán­veit­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert