Vilja banna myndatökur í og við dómhús

Sex þingmenn vilja banna myndatökur í dómssölum og vi ðdómhús.
Sex þingmenn vilja banna myndatökur í dómssölum og vi ðdómhús. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Sjö þingmenn Miðflokksins hafa lagt fram frumvarp á Alþingi þess efnis að óheimilt verði að hljóðrita eða taka myndir í þinghaldi eða í dómhúsum. Einnig verði óheimilar myndatökur og hljóðupptökur af sakborningum, brotaþolum eða vitnum á leið í dómhús eða frá því án samþykkis þeirra. Fyrsti flutningsmaður er Þorsteinn Sæmundsson.

„Það er grundvallaratriði í opnum lýðræðisssamfélögum að þinghöld séu háð í heyranda hljóði og vönduð umfjöllun fjölmiðla um það sem fram fer í dómsölum landsins er einn meginþáttur þess réttaröryggis sem við viljum búa við og þess gagnsæis sem þarf að ríkja um starfsemi dómstóla,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, þegar Morgunblaðið leitaði álits hans á frumvarpinu.

„Hugmyndir sem leggja stein í götu þess að fjölmiðlar geti sinnt hlutverki sínu að þessu leyti eru því í besta falli fráleitar, svo ekki sé dýpra í árinni tekið, ekki síst í ljósi aðdraganda hrunsins og eftirmála þess og þeirra skelfilegu brota af margvíslegum toga, sem uppvíst hefur orðið um á síðustu árum og gátu þrifist vegna leyndar og þöggunar. Við eigum að vinna að því að gera samfélagið gagnsærra og gegn því að torvelda eðlilega umræðu í samfélaginu,“ segir Hjálmar í umfjöllun um mál þetta í Morgnblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert