Feginn að komið sé að endimörkum

Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs.
Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta er í þriðja skipti sem fjöl­skipaður dóm­ur hef­ur sýknað Jón í þessu máli. Ég vona að það sé nú end­ir þessa alls,“ seg­ir Gest­ur Jóns­son, lögmaður Jóns Ásgeirs Jó­hann­es­son­ar, um sýknu­dóm­inn í Aur­um Hold­ing-mál­inu fyrr í dag.

Lands­rétt­ur sýknaði alla þrjá sak­born­ing­ana mál­inu, þá Lár­us Weld­ing, fyrr­ver­andi for­stjóra Glitn­is, Magnús Arn­ar Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tækja­sviðs bank­ans, og Jón Ásgeir, sem var aðal­eig­andi bank­ans í gegn­um eign­ar­halds­fé­lagið FL Group. Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hafði áður dæmt Lár­us í eins árs fang­elsi, Magnús í tveggja ára fang­elsi en sýknað Jón Ásgeir.

„Ég er sann­færður um rétt­mæti þess sem var for­send­an í dómn­um um að stjórn­end­um bank­ans hafi ekk­ert gengið annað til í sín­um störf­um held­ur en að tryggja hags­muni bank­ans,“ seg­ir Gest­ur.

Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jó­hann­es­son. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Sam­ferða Jóni Ásgeiri í 16 ár

Aðspurður seg­ir hann að dóm­ur­inn í dag hafi ekki komið sér á óvart, enda telji hann að niðurstaðan hafi verið rétt, en tek­ur fram að hann sé feg­inn að komið sé að þess­um endi­mörk­um. „Ég hef nú verið sam­ferða Jóni Ásgeiri í líf­inu í 16 ár og 2 mánuði og ég vona að sam­vera okk­ar í framtíðinni bygg­ist á öðru en því að ég sé að verja hann fyr­ir ein­hverj­um ásök­un­um.“

Hvað áfrýj­un í mál­inu til Hæsta­rétt­ar varðar þarf sak­sókn­ari að sækja um áfrýj­un­ar­leyfi. Gest­ur tel­ur það lang­sótt, að minnsta kosti gagn­vart Jóni Ásgeiri, vegna þess að frum­verknaður­inn hafi verið tal­inn lög­mæt­ur og þar af leiðandi hafi eng­in um­fjöll­un verið í dómi Lands­rétt­ar um þátt Jóns Ásgeirs í mál­inu.

Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari.
Ólaf­ur Þór Hauks­son héraðssak­sókn­ari. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Get­ur ekki tjá sig um dóm­inn

Ólaf­ur Þór Hauks­son héraðssak­sókn­ari seg­ist í sam­tali við mbl.is ekki hafa lesið dóm­inn og get­ur því ekki tjáð sig um hann að svo stöddu. Hann bend­ir á að rík­is­sak­sókn­ari fari yfir alla dóma Lands­rétt­ar með það í huga hvort sótt verði um áfrýj­un­ar­leyfi en nefn­ir að niðurstaðan í dag hafi „ekki verið það upp­legg sem ákæru­valdið fór fram með“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert