Hvetur þingheim til að líta í eigin barm

Andrés Ingi Jónsson.
Andrés Ingi Jónsson. mbl.is/Hari

Við skulum nýta kvennaverkfallið til að líta í eigin barm og spyrja okkur hvort hér á þingi hafi verið brugðist nógu vel við þessu síendurtekna ákalli kvenna,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, á Alþingi í dag.

Höfum við sem samfélag horfst í augu við meinin og gripið til aðgerða? Ég er hræddur um að svarið sé nei,“ sagði Andrés. Hann sagði að í gær hefði ein af fyrirmyndum hans, sterk og hugrökk kona, verið við það að gefast upp á jafnréttisbaráttunni. Hún hafi hins vegar vitað að það var tímabundið vegna þess að í dag er aftur baráttudagur.

Andrés rakti að vinkona hans hefði tekið þátt í „Beauty tips“-byltingunni 2015. Einnig tók hún þátt í #höfumhátt árið 2017 og #metoo. „Í öllum þessum byltingum hafa konur opnað sig um sín viðkvæmustu mál, staðið berskjaldaðar og sýnt ótrúlegan kjark,“ sagði Andrés.

Hann sagði baráttukonur hafa ítrekað sýnt kjark en um leið og þær misstigi sig, eins og að gerast orðljótar í garð þeirra sem verji kvalara þeirra, geti þær lent í hakkavél samfélagsumræðunnar. „Um það höfum við séð skýrt dæmi á síðustu dögum. Er nema von að hver baráttukonan á fætur annarri gefist upp á baráttunni?

Andrés sagði að karlar á þingi væru of margir en til að bæta upp fyrir það geti þeir tekið þessar baráttukonur sér til fyrirmyndar; sýnt kjark og breytt samfélaginu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert