Öllum afgreiðslustöðum og þjónustuveri Póstsins verður lokað klukkan 14:55 í dag. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Póstinum að fyrirtækið styðji þær konur „sem ætla að sýna samstöðu og leggja niður störf á kvennafrídeginum og vekja með því athygli á kynbundnum launamun.“
Segir Pósturinn að einnig megi búast við röskunum á annarri starfsemi fyrirtækisins í dag.
„Pósturinn leggur mikla áherslu á kjör og laun kynjanna séu jöfn. Fyrirtækið hlaut nýlega jafnlaunavottun sem staðfestir að fyrirtækið standist kröfur um launajafnrétti kynja á vinnustöðum. Áður hafði fyrirtækið hlotið Gullmerkið í jafnlaunaúttekt PwC,“ segir í tilkynningunni.