Raskanir á ferðum strætó í miðbænum

Vegna kvennafrídagsins verður miðbærinn lokaður frá klukkan 14:45-17:30 og það …
Vegna kvennafrídagsins verður miðbærinn lokaður frá klukkan 14:45-17:30 og það mun hafa áhrif á flestar leiðir Strætó sem aka um miðbæinn. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Lokanir í miðbæ Reykjavíkur í dag vegna Kvennafrídagsins munu hafa nokkur áhrif á leiðir Strætó. Kalkofnsvegur lokaði klukkan 9 í morgun vegna uppsetningar á sviði og leið 14 mun því aka hjáleið um Ánanaust og Hringbraut fram á kvöld.

Áætlað er að miðbærinn verði lokaður frá klukkan 14:45-17:30 og það mun hafa áhrif á flestar leiðir Strætó sem aka um miðbæinn. Hér má sjá samantekt á frávikum leiða strætó í dag:

Leið 14

Frá kl.09:00 og fram á kvöld munu vagnarnir aka hjáleið um Ánanaust og Hringbraut til og frá Hlemmi.

Óvirkar biðstöðvar:
Mýrargata - báðar áttir, Lækjartorg, Menntaskólinn í Reykjavík, Ráðhúsið og Fríkirkjuvegur.

Leiðir 1, 3 og 6

Milli klukkan 14:45-17:30 munu vagnarnir aka hjáleiðir um Snorrabraut og Hringbraut til og frá Hlemmi.

Óvirkar biðstöðvar: Allar biðstöðvar á Hverfisgötu, Lækjartorg, Menntaskólinn í Reykjavík/MR, Ráðhúsið og Fríkirkjuvegur.

Leiðir 11 og 12

Frá klukkan 14:45-17:30 munu vagnarnir aka hjáleiðir um Snorrabraut og Gömlu-Hringbraut til og frá Hlemmi.

Óvirkar biðstöðvar: Allar biðstöðvar á Hverfisgötu, Lækjartorg, Menntaskólinn í Reykjavík/MR, Ráðhúsið og Fríkirkjuvegur.

Leið 13

Frá klukkan 14:45-17:30 munu vagnarnir aka hjáleiðir um Snorrabraut, Gömlu-Hringbraut og Hringbraut til og frá Hlemmi.

Óvirkar biðstöðvar: Allar biðstöðvar á Hverfisgötu, Lækjartorg, Menntaskólinn í Reykjavík/MR, Ráðhúsið, Fríkirkjuvegur, Hofsvallagata/Hávallagata og Hofsvallagata/Hringbraut. 

Leið 55

Frá klukkan 14:45-17:30 mun vagninn ekki aka Fríkirkjuveg, Vonarstræti og Suðurgötu til og frá BSÍ. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert