Reykja gras um hábjartan dag

Hólavallagarður. Neysla kannabisefna hefur færst í vöxt í garðinum.
Hólavallagarður. Neysla kannabisefna hefur færst í vöxt í garðinum. mbl.is/Hanna

„Þetta hefur verið mjög mikið síðustu vikur og mánuði,“ segir Heimir Björn Janusarson, umsjónarmaður í Hólavallagarði við Suðurgötu.

Hann vakti athygli á því í gærkvöldi á hverfissíðu Vesturbæjarins á Facebook að neysla maríjúana í kirkjugarðinum hefði stóraukist á þessu ári og nú væri jafnvel farið að bera á því að ungir neytendur á skólaaldri væru í garðinum fyrir hádegi að reykja gras.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Heimir Björn að það hafi alltaf verið eitthvað um að fólk notaði garðana til þess að stunda þessa iðju að kvöldi til og ummerki um slíkt fyndust daginn eftir. Það væri hins vegar ný þróun að grasreykingar væru stundaðar um miðjan dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka