Tímamótaþing ASÍ í dag

Alþýðusambandsþing eru haldin annað hvert ár. Myndin er frá þinginu …
Alþýðusambandsþing eru haldin annað hvert ár. Myndin er frá þinginu 2016. Eggert Jóhannesson

Tíma­mótaþing Alþýðusam­bands Íslands (ASÍ) hefst í dag. Fyr­ir ligg­ur að um 300 þing­full­trú­ar úr 48 stétt­ar­fé­lög­um munu kjósa nýja for­ystu­menn ASÍ á föstu­dag. Þingið mun m.a. ræða tekju­skipt­ingu og jöfnuð, jafn­vægi at­vinnuþátt­töku og einka­lífs, tækniþróun og skipu­lag vinn­unn­ar, heil­brigðisþjón­ustu og vel­ferðar­kerfið og hús­næðismál.

Sum­arliði Ísleifs­son sagn­fræðing­ur, sem skrifaði sögu ASÍ, seg­ir að ástandið í verka­lýðshreyf­ing­unni nú minni að sumu leyti á stöðuna um og eft­ir miðja 20. öld­ina. Greini­legt sé að tónn­inn sé harðari nú en hann hafi verið mörg und­an­far­in ár. Svo virðist sem andstaðan við ríkj­andi öfl sé að taka yfir.

Ágrein­ing­ur hef­ur verið inn­an Lands­sam­bands versl­un­ar­manna (LÍV) um til­nefn­ing­ar í miðstjórn ASÍ. Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formaður VR, sagði að yfir 90% fé­lags­manna í LÍV væru í VR. Fé­lagið hefði gefið eft­ir sæti til lands­byggðarfé­laga. Hann átti ekki von á að VR myndi nýta vægi sitt til að fá fleiri miðstjórn­ar­menn, en tók fram að ekk­ert væri ákveðið um þetta.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert