Aðstaða slökkviliðsins mun gjörbreytast

Gamla slökkvistöðin í Keflavík er of lítil og uppfyllir ekki …
Gamla slökkvistöðin í Keflavík er of lítil og uppfyllir ekki þær kröfur sem gerðar eru til slíkra bygginga Ljósmynd/Hilmar Bragi

Bygging nýrrar slökkvistöðvar Brunavarna Suðurnesja er að hefjast. Mun aðstaða slökkviliðsins til að þjóna íbúum og fyrirtækjum gjörbreytast, að sögn slökkviliðsstjórans, og einnig aðbúnaður starfsfólks og aðstaða til að geyma bíla og önnur tæki liðsins.

Slökkvistöð Brunavarna Suðurnesja var upphaflega byggð í útjaðri íbúðarbyggðarinnar í Keflavík, fyrir meira en hálfri öld. Jón Guðlaugsson slökkviliðsstjóri segir að það hafi verið góð staðsetning á þeim tíma en það hafi breyst. Aðstaðan sé orðin þröng og umferð mikil í kringum stöðina. Þá hafi húsið ekki verið byggt með þarfir atvinnuslökkviliðs í huga.

Nú er slökkviliðið með 20 atvinnumenn í fullu starfi auk slökkviliðsmanna í hlutastarfi, með vakt allan sólarhringinn. Stöðin uppfyllir að hans sögn ekki þær kröfur sem gerðar eru til starfseminnar auk þess sem hún er of lítil fyrir mannskapinn og tækin.

Nýja slökkvistöðin verður í nýju atvinnuhverfi í Keflavík, við götuna Flugvelli, austan Reykjanesbrautar. „Þetta er eins góð staðsetning og hugsast getur. Stutt er í stofnæðar umferðar og við liggjum vel við öllu þjónustusvæðinu,“ segir Jón meðal annars í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert