Aðstaða slökkviliðsins mun gjörbreytast

Gamla slökkvistöðin í Keflavík er of lítil og uppfyllir ekki …
Gamla slökkvistöðin í Keflavík er of lítil og uppfyllir ekki þær kröfur sem gerðar eru til slíkra bygginga Ljósmynd/Hilmar Bragi

Bygg­ing nýrr­ar slökkvistöðvar Bruna­varna Suður­nesja er að hefjast. Mun aðstaða slökkviliðsins til að þjóna íbú­um og fyr­ir­tækj­um gjör­breyt­ast, að sögn slökkviliðsstjór­ans, og einnig aðbúnaður starfs­fólks og aðstaða til að geyma bíla og önn­ur tæki liðsins.

Slökkvistöð Bruna­varna Suður­nesja var upp­haf­lega byggð í útjaðri íbúðarbyggðar­inn­ar í Kefla­vík, fyr­ir meira en hálfri öld. Jón Guðlaugs­son slökkviliðsstjóri seg­ir að það hafi verið góð staðsetn­ing á þeim tíma en það hafi breyst. Aðstaðan sé orðin þröng og um­ferð mik­il í kring­um stöðina. Þá hafi húsið ekki verið byggt með þarf­ir at­vinnuslökkviliðs í huga.

Nú er slökkviliðið með 20 at­vinnu­menn í fullu starfi auk slökkviliðsmanna í hluta­starfi, með vakt all­an sól­ar­hring­inn. Stöðin upp­fyll­ir að hans sögn ekki þær kröf­ur sem gerðar eru til starf­sem­inn­ar auk þess sem hún er of lít­il fyr­ir mann­skap­inn og tæk­in.

Nýja slökkvistöðin verður í nýju at­vinnu­hverfi í Kefla­vík, við göt­una Flug­velli, aust­an Reykja­nes­braut­ar. „Þetta er eins góð staðsetn­ing og hugs­ast get­ur. Stutt er í stof­næðar um­ferðar og við liggj­um vel við öllu þjón­ustu­svæðinu,“ seg­ir Jón meðal ann­ars í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert