Gæti kostað 30 til 40 milljarða

Fjallað var um ójöfnuð, skatta og afkomu launafólks á þingi …
Fjallað var um ójöfnuð, skatta og afkomu launafólks á þingi ASÍ í gær. Myndin var tekin á útifundi kvenna á Arnarhóli í gær. Eggert Jóhannesson

Stefán Ólafsson, sérfræðingur hjá Eflingu stéttarfélagi og prófessor við Háskóla Íslands, fjallaði um ójöfnuð, skatta og afkomu launafólks á þingi ASÍ í gær.

Hann fjallaði m.a. um framkomnar kröfur um tvöföldun persónuafsláttarins, sem gerði að verkum að 300 þús. kr. lágmarkslaun yrðu skattfrjáls, og að frádrátturinn fjaraði síðan út og hyrfi við u.þ.b. einnar milljónar kr. mánaðartekjur.

Þetta myndi þýða að skattbyrði manns með 650 þús. kr á mánuði yrði óbreytt. Þeir sem eru neðar í tekjustiganum fengju skattalækkun en þeir sem ofar eru tækju á sig skattahækkun. Þessi aðgerð gæti kostað 30-40 milljarða, sem væri þó háð útfærslu á því hversu hratt persónuafslátturinn lækkaði og hvar hann fjaraði út.

Stefán sagði stjórnvöld nú þegar hafa eyrnamerkt 14 milljarða í skattalækkanir og því vantaði um 20 milljarða til að fjármagna þessa aðgerð. Hún myndi tryggja skattfrelsi á lágmarkslaun og skattalækkun fyrir stóra hópa og þetta mætti gera með því að færa skattlagningu hæstu tekna og fjármagnstekna á Íslandi til samræmis við það sem í gildi er annars staðar á Norðurlöndunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert