Jöfnuður á Íslandi aukist síðustu ár

Hlutdeild efstu tíundar af hreinum heildareignum á Íslandi er sögð …
Hlutdeild efstu tíundar af hreinum heildareignum á Íslandi er sögð sú minnsta á Norðurlöndum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jöfnuður á Íslandi, hvort heldur horft er til eigna eða tekna, hefur aukist á undanförnum árum. Þetta er niðurstaða greiningar Samtaka atvinnulífsins.

Við greininguna var meðal annars stuðst við opinber gögn og greiningu bankans Credit Suisse, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Leiðir greiningin í ljós að jöfnuður tekna hefur aukist, samkvæmt Gini-stuðlinum. Meðal annars hafi meðallaun efstu tekjutíundarinnar hækkað minna undanfarin ár en allra hinna og jöfnuður því aukist.

Á sama hátt hafi eignaójöfnuður verið minni á Íslandi árið 2016 en árið 2007. Til dæmis bendi greining Credit Suisse til að hlutdeild efstu tíundar af hreinum heildareignum á Íslandi sé sú minnsta á Norðurlöndum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert