Rjúpnaveiðar hefjast á morgun

Rjúpnaskyttur verða víða á vappi um helgina í leit að …
Rjúpnaskyttur verða víða á vappi um helgina í leit að jólasteikinni. mbl.is/Golli

Rjúpnaveiðitíminn hefst á morgun og má veiða í tólf daga í haust eða föstudag, laugardag og sunnudag, um þessa síðustu helgi í október og svo fyrstu þrjár helgarnar í nóvember.

Rjúpnaskyttur sem ætla til fjalla um næstu helgi þurfa að fylgjast vel með veðurspám, að sögn Þorsteins V. Jónssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Veðurútlit er gott á vestan- og sunnanverðu landinu á föstudag og megnið af laugardeginum. Á föstudag getur orðið svolítið hvasst af norðan eða norðvestan og éljagangur á Austurlandi og Austfjörðum.

Á laugardagskvöld fer að þykkna upp og hvessa á vestanverðu landinu þegar úrkomusvæði kemur með hvassviðri og snjókomu til fjalla.

Veðrið færist svo austur yfir landið á sunnudeginum og má búast við talsverðri úrkomu á öllu Suðurlandi á sunnudag. Veðrið verður einna skást á Norður- og Austurlandi á laugardag og sunnudag og minnst úrkoma þar. Þar getur hvesst á sunnudeginum. Þar bætir þó í vind og verður ákveðin sunnanátt og getur orðið slydda eða snjókoma inn til fjalla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka