Foreldrar þurfa að þekkja einkennin

Hólavallagarður hefur verið vettvangur grasreykinga.
Hólavallagarður hefur verið vettvangur grasreykinga. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Foreldrar þurfa að vera vakandi fyrir einkennum sem fylgja grasneyslu barna þeirra, að sögn Sigríðar Ástu Eyþórsdóttur, iðjuþjálfa í Hagaskóla. Erfiðara getur verið fyrir foreldra að átta sig á einkennum grasneyslu en ef börnin hafa verið að drekka áfengi.

„Foreldrar þurfa að vera vakandi fyrir breyttri hegðun krakkanna. Eru þau orðin áhugalaus, hafa þau skipt um félagsskap, eru þau að sækja í vinahópa í öðrum hverfum, koma heim svöng og þreytt eða er mæting í skóla orðin slök? Svo fylgir þessu áberandi lykt. Svona atriði gera verið vísbending um að eitthvað sé í gangi,“ sagði Sigríður.

Í umbjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir hún að sé sterkur grunur um grasneyslu sé mælt með því að gera þvagprufu. Hægt er að kaupa próf í apótekum sem mælir ummerki um gras í þvagi í allt að þrjár vikur eftir neyslu. Einnig er hægt að láta framkvæma próf á heilsugæslustöðvum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert