Úr fluginu í uppbyggingu

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, hefur sagt starfi sínu lausu og …
Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, hefur sagt starfi sínu lausu og ætlar hefja störf við uppbyggingu á nýjum miðbæ á Selfossi. mbl.is/Styrmir

Guðjón Arn­gríms­son, upp­lýs­inga­full­trúi Icelanda­ir, hef­ur sagt starfi sínu lausu en hann hef­ur gegnt því und­an­far­in 18 ár. Á nýju ári mun Guðjón hefja störf við upp­bygg­ingu á nýj­um miðbæ á Sel­fossi.

Starf upp­lýs­inga­full­trúa Icelanda­ir verður aug­lýst laust til um­sókn­ar á næstu dög­um og ef­laust verða marg­ir sem sækja um þetta spenn­andi starf.

„Þessi breyt­ing hef­ur staðið til nú í nokk­urn tíma. Ég er ekki al­veg far­inn, mun verða hér eitt­hvað áfram og nýrri mann­eskju til halds og trausts fram eft­ir vetri áður en leiðir skilja milli mín og Icelanda­ir,“ seg­ir Guðjón í sam­tali við Morg­un­blaðið.

„Ég er Sel­fyss­ing­ur að upp­runa og hef und­an­far­in miss­eri verið þátt­tak­andi í þróun hug­mynda um nýj­an miðbæ þar ásamt fleir­um og það verk­efni er nú komið á fullt eft­ir að íbú­ar samþykktu það í kosn­ingu sem hald­in var í sum­ar. Þetta er stórt og geysi­lega spenn­andi verk­efni og ég ætla nú í það af full­um krafti. Mér renn­ur eig­in­lega blóðið til skyld­unn­ar eft­ir það traust sem Sel­fyss­ing­ar sýndu okk­ur í kosn­ing­un­um.

Við höf­um beðið eft­ir leyfi frá bæj­ar­fé­lag­inu til að geta hafið fram­kvæmd­ir, og von­andi get­um við byrjað að grafa á næstu dög­um.“

Sig­tún þró­un­ar­fé­lag er með áform um að byggja upp í miðbæ Sel­foss um 35 hús í klass­ísk­um ís­lensk­um stíl, þétt sam­an með versl­un­um, íbúðum, skrif­stof­um, veit­inga­hús­um, sýn­ing­um, hót­eli og gististöðum og fleiru. „Við Leó Árna­son, sem er Sel­fyss­ing­ur eins og ég, höf­um þróað þessa hug­mynd sam­an, en með aðstoð fjöl­margra annarra,“ seg­ir Guðjón. Íbúðakosn­ing um nýtt skipu­lag fór fram 18. ág­úst s.l. og voru 58,5% hlynnt nýju aðal­skipu­lagi og 39,1% and­víg.

Sigtún þróunarfélag er með stórhuga áform um að byggja upp …
Sig­tún þró­un­ar­fé­lag er með stór­huga áform um að byggja upp í miðbæ Sel­foss um 35 hús í klass­ísk­um ís­lensk­um stíl. Guðjón Arn­gríms­son mun starfa við þetta verk­efni næstu árin. Tölvu­mynd/​Batte­ríið Arki­tekt­ar

Sel­foss verði enn betri bær

„Það er framund­an mikið upp­bygg­ing­ar­starf með heima­mönn­um og ís­lensku og er­lendu fag­fólki sem snýr að t.d. arkí­tek­úr og sögu, ásamt stefnu­mót­un­ar-, markaðs- og menn­ing­ar­starfi. Við ætl­um að reyna að gera þetta eins vel og við get­um og gera Sel­foss á næstu árum að enn betri bæ en í dag fyr­ir heima­menn og í leiðinni að spenn­andi áfangastað fyr­ir ís­lenska og er­lenda gesti. Að þessu stend­ur frá­bær hóp­ur sem ég hlakka til að vinna með,“ seg­ir Guðjón.

Guðjón er í hópi þeirra sem hvað lengst hafa verið í starfi upp­lýs­inga­full­trúa hér­lend­is og ef­laust sá sem þjóðin hef­ur oft­ast heyrt í frétt­um.

Guðjón var bú­inn að vinna í yfir 20 ár á fjöl­miðlum, í aug­lýs­inga­geir­an­um og al­manna­tengsl­um, m.a. á Vísi, Helgar­póst­in­um, Morg­un­blaðinu og Stöð 2, áður en hann hóf störf hjá Flug­leiðum, eins og fyr­ir­tækið hét þá, í sept­em­ber árið 2000. Hann tel­ur óví­rætt að fjöl­miðlareynsl­an hafi komið sér vel í starfi upp­lýs­inga­full­trúa, skiln­ing­ur á eðli og þörf­um fjöl­miðla og fjöl­miðlafólks sé nauðsyn­leg­ur fyr­ir þetta starf.

„Í þau 18 ár sem ég hef verið hjá Icelanda­ir hef­ur fé­lagið verið í frétt­um meira og minna á hverj­um ein­asta degi. Það er bara eðli­legt vegna um­fangs og eðlis starf­sem­inn­ar og hversu djúp­ar ræt­ur það á í sam­fé­lag­inu. Það eru smáfrétt­ir og stór­frétt­ir, en þetta er orðin löng vakt.“

Hann kveðst hafa unnið náið með öll­um for­stjór­um Icelanda­ir, áður Flug­leiða, all­an þenn­an tíma og sam­starfið hafi gengið vel.

Starfsemi Icelandair hefur vaxið ótrúlega mikið þau 18 ár sem …
Starf­semi Icelanda­ir hef­ur vaxið ótrú­lega mikið þau 18 ár sem Guðjón hef­ur verið talsmaður þess og áfranga­stöðum fjölg­ar ár hvert. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Mikl­ir um­brota­tím­ar

„Starfið er fjöl­breytt og skemmti­legt og aðeins hluti þess snýr út á við, þ.e. að vera talsmaður fé­lags­ins gagn­vart fjöl­miðlum. Hluti þess snýr að þátt­töku í al­mennri stjórn­un fé­lags­ins sem mér hef­ur þótt heill­andi, enda starfar fyr­ir­tækið í alþjóðlegu um­hverfi og margt á dag­ana drifið und­an­far­in 18 ár, t.d. hryðju­verk­in 9/​11 2001, hama­gang­ur­inn fyr­ir hrun, hrunið sjálft, Eyja­fjalla­jök­uls­gosið og svo vöxt­ur­inn núna und­an­far­in ár og upp­bygg­ing ferðaþjón­ust­unn­ar, svo eitt­hvað sé nefnt. Það er gam­an að hafa verið með í ákv­arðana­töku um helstu þætti í flugi- og ferðaþjón­ustu á þess­um um­brota­tíma, sem hef­ur valdið grund­vall­ar­breyt­ing­um í sam­fé­lag­inu, og mik­ill heiður að hafa verið treyst fyr­ir því svona lengi að tala fyr­ir hönd þess öfl­uga liðs sem mynd­ar Icelanda­ir.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka