Eignir OR aukast um fimm milljarða

Hús Orkuveitunar í Reykjavík.
Hús Orkuveitunar í Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg

Gengisáhrifin af veikingu krónunnar á efnahag samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur eru jákvæð um fimm milljarða króna það sem af er árinu. Eiginfjárhlutfallið er nú í kringum 46 prósentin.

Ingvar Stefánsson, fjármálastjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segir veikingu krónunnar hafa jákvæð áhrif á efnahag félagsins. „Við eigum enda meiri eignir en skuldir í erlendri mynt. Gengisveiking hefur því jákvæð áhrif á eignastöðuna. Eignastaða samstæðunnar í erlendri mynt er jákvæð um rúma 30 milljarða,“ segir Ingvar um þróunina.

Orkuveita Reykjavíkur skuldaði um síðustu áramót um 81 milljarð króna í erlendri mynt. Félaginu bjóðast nú betri lánakjör, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert