Framkvæmdum við Þingvallaveg er lokið þetta árið og hefur vegurinn verið opnaður á ný en nú tekur við hefðbundin vetrarlokun á Vallavegi, honum er lokað við Silfru og úti við Þingvallaveg.
Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.
Fram kemur að í ár hafi tekist að ljúka við endurbætur á 3 km kafla í austurátt frá Þjóðustumiðstöðinni.
Seinni áfangi framkvæmda við Þingvallaveg hefst næsta vor og verður veginum lokað yfir sumarið 2019 á meðan lokið er við endurbætur á þeim 6 km sem eftir eru.