Hlátur, grátur og gæsahúð á frumsýningu

Atli Þór Matthíasson mætti á heimsfrumsýningu myndarinnar.
Atli Þór Matthíasson mætti á heimsfrumsýningu myndarinnar.

„Stemningin var gríðarleg, þetta var eins og að koma á tónleika, í byrjun var hópsöngur og síðan klappað. Myndin sjálf gaf mér hlátur, grát og gæsahúð. Ég get sagt að þetta sé flottasta bíóupplifun sem ég hef upplifað og það verður áhugavert að sjá hvernig íslenskir áhorfendur bregðast við myndinni,“ segir Atli Þór Matthíasson.

Atli er stóraðdáandi hljómsveitarinnar Queen og fór á heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Bohemian Rhapsody. Myndin fjallar um hina geysivinsælu hljómsveit Queen og líf aðalsöngvarans Freddys Mercurys, allt fram að Live Aid-tónleikunum á Wembley Stadium árið 1985.

Myndin verður frumsýnd á Íslandi 2. nóvember en heimsfrumsýningin fór fram í London á Wembley Stadium á þriðjudaginn síðasta. Þar var Atli viðstaddur ásamt vinum sínum en um leið og þau komu á staðinn blasti gítarleikarinn Brian May við þeim að veita viðtal við byrjun myndarinnar. Fleiri þekktir voru á heimsfrumsýningunni, t.d. trommuleikarinn Roger Taylor, systir Freddys Mercurys og aðalleikari kvikmyndarinnar, Rami Malek.

Sjá samtal við Atla Þór um Queen-myndina í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka