Hópbílar aki ekki upp Njarðargötu

Í Njarðargötu.
Í Njarðargötu. mbl.is/Golli

Samþykkt var á fundi skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar í fyrradag að leggja bann við akstri hópbifreiða upp Njarðargötu. Að óbreyttu verður bannið merkt með umferðarmerki sem á stendur: „Innakstur hópbifreiða bannaður“.

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður ráðsins, segir íbúa við Njarðargötu lengi hafa kallað eftir aðgerðum vegna ónæðis frá umferð og að stórir hópbílar hafi ekið utan í ökutæki vegna mikilla þrengsla þar.

„Það er mjög erfitt fyrir þessar stóru rútur að mætast vegna þess hve lítil og þröng gatan er. Og þessar rútur hafa í raun verið að skemma bíla í götunni og auðvitað valdið ónæði,“ segir Sigurborg Ósk í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert